Af blómum í rigningu

Oftar en ekki, þá þegar ég er er úti að hlaupa með tónlist í eyrunum, þá legg ég við hlustir og löngu gleymdir textar vakna eins og sígrænir af löngum blundi. Þannig var það með mig í morgun og Flowers in the Rain með The Move, fyrsta lag sem spilað var og kynnt til sögunnar af Tony Blacburn á Radio 1 árið 1967.

Nú má sjálfsagt finna að og hafa ýmislegt um dægurlagatexta að segja svona almennt. Það verður þó ekki tekið af mörgum textum sjötta og þó sérílagi sjöunda áratugarins, að þar fór efni og innihald oftar en ekki út fyrir ramma. Tökum dæmi:

"I heard the flowers in the breeze make conversation with the trees. Believed to leave reality behind me. With my commitments in a mess my sleep has gone away depressed. In a world of fantasy you´ll find me. I´m just sitting watching flowers in the rain. Feel the power of the rain making the garden grow. Im just sitting watching flowers in the rain. Feel the power of the rain keeping me cool."

Hér má hver leggja út af sem hann hefur vit og reynslu til, en auðvitað er þetta bara léttur óður til garðyrkju og sjálfsagt samin undir áhrifum Royal Horticultural Society Chelsea Flower Show, sem hefur verið haldið úti nokkuð óslitið síðan 1862. Það er enda gaman að því, þegar saman fara gömul gildi og ný líkt og í þessum lagatexta.

Engin hljómsveitarmeðlimur varð þó ríkur af þessu lagi en fjölmörg bresk góðgerðarfélög hafa þó hlotið af því nokkurn styrk. Þannig var, að samhliða útgáfu lagsins var skellt í eitt stykki póstkort, hvar á var að finna skopmynd af Harold Wilson, þáverandi forsætisráðherra Bretlands.

Á mynd þessari hafði hann hönd á einkaritara sínum Marcia Williams og voru bæði teiknuð nakin. Wilson fór í mál við The Move og vann fyrir Hæstarétti, er dæmdi sem svo að allar tekjur af laginu skyldu rynnu óskertar til góðgerðarmála, hvað þær gera enn þann dag í dag.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband